Febrúarspá Siggu Kling - Hrútur Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Elsku Hrúturinn minn, lífið hjá þér hefur einkennst af miklum hraða og hindranirnar sem eru í veginum þínum eru að stoppa orkuna þína. Þetta er vegna þess að þá ræðurðu ekki lengur hraðanum og það sem þú vilt að gerist, gerist svo löturhægt. Þetta er nú ekki alveg að henta þínu skapferli, því óþolinmæðin er í blóðrásinni og skapið eins og blessuð blíðan á Íslandi. Þú þarft í alvörunni að temja þér þá tækni til að róa taugarnar niður að anda eins djúpt og þú getur. Halda svo andanum inni eins lengi og þú getur og anda svo frá þér hægt og rólega. Þessa æfingu getur þú framkvæmt hvar sem er, hvenær sem er og hvað sem er að gerast. Þegar þú temur þér þetta, þá verður miklu meira skipulag á hugsunum þínum og gjörðum. Passaðu þig sérstaklega á því að vera ekki arfavondur út í neinn og að kenna ekki neinum öðrum um það sem er að gerast hjá þér. Þá nærðu þeirri hugarró og erfiðleikarnir leysast á síðustu stundu. Þá skaltu fagna og að klappa þér sjálfum á öxlina eða á bringuna til þess að senda þau skilaboð til þeirra sjöhundruð billjón frumna í blóðrásinni þinni. Þessar frumur hafa nefnilega minni allt frá því þú fæddist og þegar þú klappar á líkama þinn, þá ertu að endurvekja minnið. Og þá gengur betur bæði með líkamlega og andlega streitu, og þá kemur sterki hermaðurinn sem þú svo sannarlega ert í ljós. Fyrstu átta dagarnir í febrúar bera með sér svo miklar orkutilfinningar sem verður erfitt að ráða við. Þetta getur mjög vel tengst ást eða ástríðum og þegar að fimmtándi febrúar gengur í garð þá veistu að allt er eins og það á að vera. Þú skalt gefa þér tíma til að sinna útliti þínu og að láta engan sjá hvort þú eigir góðan eða slæman dag. Það eru dásamlegir tímar fram undan og mikill viðsnúningur hjá þeim sem eru í hringiðu lífsins. Þessi tími er sérstaklega skráður til 22. febrúar sem er heilagur dagur og það verður erfitt fyrir þig að trúa því núna hversu gott þetta líf er, en það er mikilvægt að þú farir eftir því sem ég sagði hér í upphafi. Knús og kossar, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Þetta er vegna þess að þá ræðurðu ekki lengur hraðanum og það sem þú vilt að gerist, gerist svo löturhægt. Þetta er nú ekki alveg að henta þínu skapferli, því óþolinmæðin er í blóðrásinni og skapið eins og blessuð blíðan á Íslandi. Þú þarft í alvörunni að temja þér þá tækni til að róa taugarnar niður að anda eins djúpt og þú getur. Halda svo andanum inni eins lengi og þú getur og anda svo frá þér hægt og rólega. Þessa æfingu getur þú framkvæmt hvar sem er, hvenær sem er og hvað sem er að gerast. Þegar þú temur þér þetta, þá verður miklu meira skipulag á hugsunum þínum og gjörðum. Passaðu þig sérstaklega á því að vera ekki arfavondur út í neinn og að kenna ekki neinum öðrum um það sem er að gerast hjá þér. Þá nærðu þeirri hugarró og erfiðleikarnir leysast á síðustu stundu. Þá skaltu fagna og að klappa þér sjálfum á öxlina eða á bringuna til þess að senda þau skilaboð til þeirra sjöhundruð billjón frumna í blóðrásinni þinni. Þessar frumur hafa nefnilega minni allt frá því þú fæddist og þegar þú klappar á líkama þinn, þá ertu að endurvekja minnið. Og þá gengur betur bæði með líkamlega og andlega streitu, og þá kemur sterki hermaðurinn sem þú svo sannarlega ert í ljós. Fyrstu átta dagarnir í febrúar bera með sér svo miklar orkutilfinningar sem verður erfitt að ráða við. Þetta getur mjög vel tengst ást eða ástríðum og þegar að fimmtándi febrúar gengur í garð þá veistu að allt er eins og það á að vera. Þú skalt gefa þér tíma til að sinna útliti þínu og að láta engan sjá hvort þú eigir góðan eða slæman dag. Það eru dásamlegir tímar fram undan og mikill viðsnúningur hjá þeim sem eru í hringiðu lífsins. Þessi tími er sérstaklega skráður til 22. febrúar sem er heilagur dagur og það verður erfitt fyrir þig að trúa því núna hversu gott þetta líf er, en það er mikilvægt að þú farir eftir því sem ég sagði hér í upphafi. Knús og kossar, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira