Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 10:47 Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. Stöð 2 „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar eru þeir fjórir keppendur sem eftir eru. Það styttist óðum í það að ný Idol stjarna verði krýnd og er spennan orðin áþreifanleg. Eins og flestir ættu að vera farnir að þekkja eru föstudagar Idol dagar. Gústi B ræddi því við þau Kjalar, Sögu Matthildi og Bíu og tók púlsinn á þeim fyrir kvöldið, en Símon Grétar var fjarri góðu gamni. „Maður er stressaður af því að maður vill gera vel“ Þó svo að Kjalar og Saga Matthildur segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hve margir séu í raun heima í stofu að horfa á þau syngja í hverri viku, finna þau vissulega öll fyrir pressu. Í svona keppni getur pressan þó unnið með keppendum. „Ef ég er rólegur uppi á sviði, ekkert stress og engin pressa, þá næ ég ekki að lifa mig inn í atriðið,“ segir Kjalar og Bía tekur undir. „Þá er eins og þetta skipti mann minna máli. Maður er stressaður af því að maður vill gera vel,“ segir hún. Stressið kemur þó ekki endilega áður en þau stíga á svið eða á meðan á flutningnum stendur, heldur getur það einnig komið eftir á. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON „Ég lenti í því fyrir tveimur vikum að ég var ekkert stressaður áður en ég fór upp á svið eða á sviðinu. Svo eftir á, þá var ég bara í stresskasti restina af kvöldinu,“ segir Kjalar. „Maður er svo hræddur. Maður er annað hvort að fara heim eða þá að kveðja einhvern. Það er svo leiðinlegt,“ segir Bía. Í síðustu viku kvaddi hópurinn Guðjón Smára, en hann og Bía voru orðnir nánir vinir. Langar að kaupa sér hund fyrir verðlaunaféð Sá keppandi sem vinnur Idolið hlýtur meðal annars tvær milljónir í verðlaun. Gústi B spyr keppendur hvað þeir myndu eyða peningnum í. „Ætli ég myndi ekki kaupa mér bíl,“ segir Kjalar. „Ég þarf að kaupa mér stærri íbúð,“ segir Saga sem er ófrísk af sínu fyrsta barni. „En mig langar ógeðslega mikið í fleiri hunda.“ „Ég held ég myndi henda mér til Ítalíu með kærastanum mínum. Einhverja svona rómó ferð, bara við tvö,“ segir Bía sem áttar sig svo á því að nýkrýnd Idol stjarna mun líklega eiga lítinn tíma aflögu fyrir slíka ferð á næstunni. Í kvöld munu keppendurnir fjórir stíga á stokk í Idolhöllinni. Í þetta skiptið mun hver keppandi flytja tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt. Eins og fyrri kvöld eru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Síðustu vikur hafa verið slegin met í símakosningu og er orðið ljóst að hvert atkvæði getur skipt máli. Hér fyrir neðan má hlusta á Veilsuna með Gústa B í heild sinni. Viðtalið við Idol keppendur hefst á mínútu 01:07:33. Idol Bíó og sjónvarp Tónlist FM957 Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28 Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30 „Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar eru þeir fjórir keppendur sem eftir eru. Það styttist óðum í það að ný Idol stjarna verði krýnd og er spennan orðin áþreifanleg. Eins og flestir ættu að vera farnir að þekkja eru föstudagar Idol dagar. Gústi B ræddi því við þau Kjalar, Sögu Matthildi og Bíu og tók púlsinn á þeim fyrir kvöldið, en Símon Grétar var fjarri góðu gamni. „Maður er stressaður af því að maður vill gera vel“ Þó svo að Kjalar og Saga Matthildur segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hve margir séu í raun heima í stofu að horfa á þau syngja í hverri viku, finna þau vissulega öll fyrir pressu. Í svona keppni getur pressan þó unnið með keppendum. „Ef ég er rólegur uppi á sviði, ekkert stress og engin pressa, þá næ ég ekki að lifa mig inn í atriðið,“ segir Kjalar og Bía tekur undir. „Þá er eins og þetta skipti mann minna máli. Maður er stressaður af því að maður vill gera vel,“ segir hún. Stressið kemur þó ekki endilega áður en þau stíga á svið eða á meðan á flutningnum stendur, heldur getur það einnig komið eftir á. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON „Ég lenti í því fyrir tveimur vikum að ég var ekkert stressaður áður en ég fór upp á svið eða á sviðinu. Svo eftir á, þá var ég bara í stresskasti restina af kvöldinu,“ segir Kjalar. „Maður er svo hræddur. Maður er annað hvort að fara heim eða þá að kveðja einhvern. Það er svo leiðinlegt,“ segir Bía. Í síðustu viku kvaddi hópurinn Guðjón Smára, en hann og Bía voru orðnir nánir vinir. Langar að kaupa sér hund fyrir verðlaunaféð Sá keppandi sem vinnur Idolið hlýtur meðal annars tvær milljónir í verðlaun. Gústi B spyr keppendur hvað þeir myndu eyða peningnum í. „Ætli ég myndi ekki kaupa mér bíl,“ segir Kjalar. „Ég þarf að kaupa mér stærri íbúð,“ segir Saga sem er ófrísk af sínu fyrsta barni. „En mig langar ógeðslega mikið í fleiri hunda.“ „Ég held ég myndi henda mér til Ítalíu með kærastanum mínum. Einhverja svona rómó ferð, bara við tvö,“ segir Bía sem áttar sig svo á því að nýkrýnd Idol stjarna mun líklega eiga lítinn tíma aflögu fyrir slíka ferð á næstunni. Í kvöld munu keppendurnir fjórir stíga á stokk í Idolhöllinni. Í þetta skiptið mun hver keppandi flytja tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt. Eins og fyrri kvöld eru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Síðustu vikur hafa verið slegin met í símakosningu og er orðið ljóst að hvert atkvæði getur skipt máli. Hér fyrir neðan má hlusta á Veilsuna með Gústa B í heild sinni. Viðtalið við Idol keppendur hefst á mínútu 01:07:33.
Idol Bíó og sjónvarp Tónlist FM957 Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28 Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30 „Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28
Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30
„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31