„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 23:00 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti. Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti