Með Tvíhöfða á tvíhöfðunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2023 21:31 Sigmar og Inga eru í skýjunum með nýju húðflúrin. Vísir/Einar Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins. Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum. Húðflúr Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum.
Húðflúr Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira