31 prósent af farþegum Play í janúar ferðuðust frá Íslandi, 37 prósent til Íslands og 32 prósent voru tengifarþegar. Stundvísi var 84,3 prósent.
„Farþegatölurnar í janúar voru góðar og nýtingin vel ásættanleg þrátt fyrir að eftirspurn sé almennt með lægsta móti í janúar. Við nýttum sveigjanleika leiðakerfisins og aðlöguðum tíðni flugleggja til að lágmarka kostnað á þessum lágannatíma í flugrekstri. Bókunarstaðan í janúar var feiknasterk sem er til marks um gott ár fram undan. Við verðum með næstum því 77% meira framboð í sumar miðað við síðasta sumar og fáum fjórar nýjar flugvélar,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.