Vill að Klopp biðji blaðamanninn afsökunar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2023 12:01 Jürgen Klopp hefur um ýmislegt að hugsa þessa dagana. getty/Clive Mason Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur gaman að því að pota í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, og lét tækifæri sem bauðst eftir uppákomu á blaðamannafundi sér ekki úr greipum ganga. Á blaðamannafundi eftir 3-0 tap Liverpool fyrir Wolves á laugardaginn neitaði Klopp að svara spurningu frá blaðamanni The Athletic, James Pearce, um hvernig hann undirbyggi lið sitt fyrir leiki. „Það er mjög erfitt að tala við þig ef ég er hundrað prósent hreinskilinn. Ég myndi helst ekki vilja gera það,“ sagði Þjóðverjinn. Hamann skilur ekki hvað landa sínum gekk til og vill að hann biðjist afsökunar. „Mér fannst þetta mjög skrítið og barnalegt. Hann verður að gera sér grein fyrir því að skilaboðum hefur rignt yfir Pearce og fjölskyldu hans eftir þessa uppákomu því Klopp svaraði ekki spurningu,“ sagði Hamann. „Þetta var fullkomlega eðlileg spurning og James á skilið afsökunarbeiðni. Liverpool er félag sem er byggt á virðingu og einhver ætti að segja Klopp: þetta er Liverpool og þú getur ekki gert þetta. En ég efast um að nokkur hjá félaginu þori að standa uppi í hárinu á honum sem þeir ættu að gera. Eins og staðan er núna hjálpa þessir hlutir hvorki honum né félaginu.“ Illa hefur gengið hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er úr leik í bikarkeppninni og deildabikarnum og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir 3-0 tap Liverpool fyrir Wolves á laugardaginn neitaði Klopp að svara spurningu frá blaðamanni The Athletic, James Pearce, um hvernig hann undirbyggi lið sitt fyrir leiki. „Það er mjög erfitt að tala við þig ef ég er hundrað prósent hreinskilinn. Ég myndi helst ekki vilja gera það,“ sagði Þjóðverjinn. Hamann skilur ekki hvað landa sínum gekk til og vill að hann biðjist afsökunar. „Mér fannst þetta mjög skrítið og barnalegt. Hann verður að gera sér grein fyrir því að skilaboðum hefur rignt yfir Pearce og fjölskyldu hans eftir þessa uppákomu því Klopp svaraði ekki spurningu,“ sagði Hamann. „Þetta var fullkomlega eðlileg spurning og James á skilið afsökunarbeiðni. Liverpool er félag sem er byggt á virðingu og einhver ætti að segja Klopp: þetta er Liverpool og þú getur ekki gert þetta. En ég efast um að nokkur hjá félaginu þori að standa uppi í hárinu á honum sem þeir ættu að gera. Eins og staðan er núna hjálpa þessir hlutir hvorki honum né félaginu.“ Illa hefur gengið hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er úr leik í bikarkeppninni og deildabikarnum og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira