Verkfall er hafið á Íslandshótelum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 12:30 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22