Hér má sjá viðtalið við hljómsveitina:
„Það er bara búið að vera ótrúlega skemmtilegt og þetta er búið að vera eitthvað nýtt,“ segir Magnús Jóhann um þessa reynslu. Aðspurð hvað sé skemmtilegasta lagið sem þau hafa flutt hingað til voru svörin fjölbreytt, rokkið stóð meðal annars upp úr og að spila lagið Something með Bítlunum sem Kjalar söng í öðrum live þættinum.
Meðlimirnir þurfa að halda sér á tánum þar sem hlutir geta farið úrskeiðis en mikilvægt er að halda kúlinu.
„Það klikkaði svona þráðlaus sendir, eða kannski klikkaði ég á því, ég veit það ekki,“ segir Reynir Snær gítarleikari.
Hann segir að ýmislegt hafi verið græjað fyrir ákveðið móment þar sem hann átti að stíga á svið og spila með Símoni Grétari.
„Það voru 30 sek í show og það var ekkert að virka.
Allt í einu voru tíu tæknimenn komnir til mín og voru bara er það þessi snúra eða þessi? Og ég bara nei, nei ég er búinn að checka á þessu öllu. Þannig það endaði bara á því að við beiluðum og það var ekkert stórt gítar móment fyrir. Ég keypti þessa fínu skyrtu fyrir þetta allt, en það var bara ekkert sóló í dag.“
Þau segja flutningin verða auðveldari með hverju skipti sem þau koma fram þar sem þau hafa lært betur inn á umhverfið.
„Í öðrum og þriðja þætti var þetta strax orðið mjög þægilegt,“ segir Daníel Böðvarsson.
Hér má sjá fjórða þátt af Körrent:
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.