„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“ Sigmar Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2023 23:00 23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fiskeldi Viðreisn Sjókvíaeldi Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun