Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Guðbrandur Einarsson skrifar 8. febrúar 2023 12:31 Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun