Ber láglaunafólk ábyrgð á stöðugleikanum? Sandra B. Franks skrifar 10. febrúar 2023 08:30 Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun