Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 08:34 Úkraínumenn eru orðnir vanir því að þurfa að leita skjóls þegar flauturnar óma. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira