Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 22:18 Vel fór á með Kjalari og Sögu Matthildi í kvöld. Vísir/Vilhelm Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær. Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær.
Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31
Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01