Þór/KA fékk FH í heimsókn í Bogann á Akureyri í dag en um var að ræða fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum en bæði lið munu leika í Bestu deildinni næsta sumar.
Heimakonur gáfu tóninn strax í byrjun og skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. Fór að lokum svo að Þór/KA vann öruggan fimm marka sigur, 6-1.
Markamaskínan Sandra María Jessen gerði þrennu og þær Amalía Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir sitt markið hver fyrir Þór/KA en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir gerði mark Hafnarfjarðarliðsins.