„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:13 Hver er þessi maður þegar hann er ekki að þrasa um kaup og kjör? SIndri Sindrason kannaði málið. Stöð 2 Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi. Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira