Skoðun

Inngróin spilling!

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni.

Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans eftir hrun og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu og hverjir fengu eignir Lindarhvols (Ríkiseignir) á hrakvirði.

Svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu tilfærslu sem er frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna með miklum stýrivaxtahækkunum. Tilfærslur sem eiga sér engin fordæmi í samanburðarlöndum.

Ríkisstjórnin er líklega hollasti þjónninn af þeim öllum.

Árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðu fólki!

Í eftirmálum hruns húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum, sem hratt af stað fjármálahruninu 2008, voru lobbíistar auðvaldsins fljótir að finna sökudólga. Fátæka fólkið, innflytjendur og kennara (tilvitnun úr The Big Short). Á Íslandi voru það flatskjáir.

Áfram halda fyrirtækin og fjármagnseigendur að græða og auka arðsemiskröfu á meðan kaupmáttur vinnandi fólks er í frjálsu falli. Ofurlaun forstjóra, bónusar og kaupréttir þykja sjálfsagðir á meðan Tenerife ferðir og kjarasamningar eru sagðar helsta ógnin við stöðugleika og velferð?

Höfundur er formaður VR.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×