Er femínísk hugmyndafræði ennþá of róttæk? Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 17. febrúar 2023 11:30 Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun