„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 11:57 Hildur segir áhyggjur hafa verið uppi vegna brunavarna og einstakra atvika. Vísir/Vilhelm „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47