Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:01 Opinberi titill Ragnhildar Þórðardóttur, eða Röggu Nagla eins og við þekkjum hana, er sálfræðingur. En hún er líka á fullu í pistlaskrifum, er rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að eigin sögn. Ef Ragga væri ofurhetja í bíómynd myndi hún velja að vera Lara Croft. Enda búin að vera aðdáandi hennar frá því að hún var 17 ára og vann í Skífunni, þegar Lara Croft kom fyrst kvenna fram sem hetja í tölvuleikjum. Vísir/Helgi Ómarsson Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í mismunandi störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er algjör reglumanneskja og þrífst best í slavískri rútínu og vakna um það bil klukkan hálf sex alla daga, því miður oft um helgar líka ef ég hef ekki farið út að skemmta mér kvöldið áður sem fyrir miðaldra húsfreyju gerist nú til dags jafn oft og sólmyrkvi.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer lóðrétt í ræktina sex morgna vikunnar, yfirleitt að lyfta. Ég hef lyft lóðum samviskusamlega í 24 ár, og það er minn staður og mín stund. Lyftingar hafa kennt mér þrautseigju, sjálfsaga, hvernig ég díla við mótlæti og ýta sjálfri mér útfyrir þægindarammann. Ég fer alltaf inn í daginn með sjálfstraust í bunkum eftir að hafa slitið járn af gólfi um morguninn.“ Ef þú værir ofurhetja í kvikmynd eða teiknimyndasögu – hver værir þú þá? Ég hef alltaf verið mikil Lara Croft aðdáandi. Hef meira að segja farið sem hún í grímupartý. Fannst hún sjúklega svöl þegar tölvuleikurinn kom út árið 1996 og ég var að vinna í Skífunni. Loksins var kona ofurhetja í tölvuleik. Ég var greinilega strax 17 ára komin með blæti fyrir vöðvuðum sterkum konum. Ragga segist alls ekki nógu góð í skipulagi. Þar ríkir algjört kaós og helst ætti hún að fara að tileinka sér eitthvað af þessari tækni sem hún hlustar oft um talað í hlaðvörpum. Yfir daginn finnst henni líka gott að fara út úr húsi. Því annars fer hún bara að raða í uppþvottavélina eða para saman samstæða sokka.Vísir/Aníta Eldjárn Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er með mína eigin sálfræðistofu hér í Kaupmannahöfn þar sem ég tek á móti skjólstæðingum og er með fulla dagskrá alla daga. Svo er mikil eftirspurn eftir fyrirlestrum um streitu, mataræði og heilsuvenjur svo ég er mikið að gera slíkt í gegnum fjarfund, og á staðnum þegar ég er á Íslandi. Í samstarfi við Andreu Jónsdóttur erum við að setja á laggirnar rafrænt námskeið til að hjálpa fólki öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Svo er ég alltaf að taka viðtöl við áhugavert fólk fyrir hlaðvarpið mitt sem heitir Heilsuvarpið. Þess á milli hamra ég allskonar pistla um mataræði, hreyfingu, sálfræði og stundum smá rant á Facebook og Instagram.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Úff... ég er hræðileg þarna. Ég er alveg viss að ég sé með bullandi ADHD, því ég fer bara úr einu í annað verkefni og er með 10-15 glugga opna í Chrome og að meðaltali svona tólf WORD skjöl opin og er að vinna í þessu öllu. Allt mjög kaótískt. Ég þyrfti að tileinka mér alla tæknina sem ég er alltaf að hlusta á í hlaðvörpum. En það hentar mér best að skrifa pistla á morgnana því þá er ég skörp í hugsun, og svara tölvupóstum og skilaboðum sem krefjast minni heilaorku seinnipart dags. Eins hjálpar að fara út úr húsinu því annars fer ég bara í að raða í uppþvottavélina eða para saman samstæða sokka.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er A-manneskja ofan í görn, og hef alltaf verið mjög kvöldsvæf, og fer yfirleitt að sofa uppúr klukkan níu, í síðasta lagi um hálf tíu. Ég er líka algjör svefnperri, og á allskonar græjur eins og heilsukodda, púða milli hnjánna, sumarsæng og vetrarsæng. Ég passa mjög uppá rútínuna mína fyrir svefninn. Dimma ljósin, hafa nógu kalt í svefnherberginu, ekkert koffín eftir hádegi og enginn skjár tveim tímum fyrir svefninn og gúlla magnesíum eftir tannburstun. Mér finnst mjög gaman að fara að sofa. Maðurinn minn gerir stundum grín að mér að ég brosi út að eyrum þegar að ég leggst á heilsukoddann minn með góða bók í hönd í lok dags.“ Kaffispjallið Íslendingar erlendis Danmörk Heilsa Tengdar fréttir Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í mismunandi störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er algjör reglumanneskja og þrífst best í slavískri rútínu og vakna um það bil klukkan hálf sex alla daga, því miður oft um helgar líka ef ég hef ekki farið út að skemmta mér kvöldið áður sem fyrir miðaldra húsfreyju gerist nú til dags jafn oft og sólmyrkvi.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer lóðrétt í ræktina sex morgna vikunnar, yfirleitt að lyfta. Ég hef lyft lóðum samviskusamlega í 24 ár, og það er minn staður og mín stund. Lyftingar hafa kennt mér þrautseigju, sjálfsaga, hvernig ég díla við mótlæti og ýta sjálfri mér útfyrir þægindarammann. Ég fer alltaf inn í daginn með sjálfstraust í bunkum eftir að hafa slitið járn af gólfi um morguninn.“ Ef þú værir ofurhetja í kvikmynd eða teiknimyndasögu – hver værir þú þá? Ég hef alltaf verið mikil Lara Croft aðdáandi. Hef meira að segja farið sem hún í grímupartý. Fannst hún sjúklega svöl þegar tölvuleikurinn kom út árið 1996 og ég var að vinna í Skífunni. Loksins var kona ofurhetja í tölvuleik. Ég var greinilega strax 17 ára komin með blæti fyrir vöðvuðum sterkum konum. Ragga segist alls ekki nógu góð í skipulagi. Þar ríkir algjört kaós og helst ætti hún að fara að tileinka sér eitthvað af þessari tækni sem hún hlustar oft um talað í hlaðvörpum. Yfir daginn finnst henni líka gott að fara út úr húsi. Því annars fer hún bara að raða í uppþvottavélina eða para saman samstæða sokka.Vísir/Aníta Eldjárn Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er með mína eigin sálfræðistofu hér í Kaupmannahöfn þar sem ég tek á móti skjólstæðingum og er með fulla dagskrá alla daga. Svo er mikil eftirspurn eftir fyrirlestrum um streitu, mataræði og heilsuvenjur svo ég er mikið að gera slíkt í gegnum fjarfund, og á staðnum þegar ég er á Íslandi. Í samstarfi við Andreu Jónsdóttur erum við að setja á laggirnar rafrænt námskeið til að hjálpa fólki öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Svo er ég alltaf að taka viðtöl við áhugavert fólk fyrir hlaðvarpið mitt sem heitir Heilsuvarpið. Þess á milli hamra ég allskonar pistla um mataræði, hreyfingu, sálfræði og stundum smá rant á Facebook og Instagram.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Úff... ég er hræðileg þarna. Ég er alveg viss að ég sé með bullandi ADHD, því ég fer bara úr einu í annað verkefni og er með 10-15 glugga opna í Chrome og að meðaltali svona tólf WORD skjöl opin og er að vinna í þessu öllu. Allt mjög kaótískt. Ég þyrfti að tileinka mér alla tæknina sem ég er alltaf að hlusta á í hlaðvörpum. En það hentar mér best að skrifa pistla á morgnana því þá er ég skörp í hugsun, og svara tölvupóstum og skilaboðum sem krefjast minni heilaorku seinnipart dags. Eins hjálpar að fara út úr húsinu því annars fer ég bara í að raða í uppþvottavélina eða para saman samstæða sokka.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er A-manneskja ofan í görn, og hef alltaf verið mjög kvöldsvæf, og fer yfirleitt að sofa uppúr klukkan níu, í síðasta lagi um hálf tíu. Ég er líka algjör svefnperri, og á allskonar græjur eins og heilsukodda, púða milli hnjánna, sumarsæng og vetrarsæng. Ég passa mjög uppá rútínuna mína fyrir svefninn. Dimma ljósin, hafa nógu kalt í svefnherberginu, ekkert koffín eftir hádegi og enginn skjár tveim tímum fyrir svefninn og gúlla magnesíum eftir tannburstun. Mér finnst mjög gaman að fara að sofa. Maðurinn minn gerir stundum grín að mér að ég brosi út að eyrum þegar að ég leggst á heilsukoddann minn með góða bók í hönd í lok dags.“
Kaffispjallið Íslendingar erlendis Danmörk Heilsa Tengdar fréttir Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00
Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01
„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00
Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01