Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 21:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17