Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 18:57 Strætó verður meðal annars ekið í Breiðholtið að nóttu til um helgar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samningnum sé borgin að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar. Ekki hafi náðst samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi Reykjavíkurborg lagt fram tillögu fyrir stjórn Strætó um þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og um að bjóða upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó hafi samþykkt þessa tillögu en allur kostnaður muni falla á Reykjavíkurborg. Fjórar leiðir eknar eftir óhefðbundinni áætlun Strætó verður ekið fjórar leiðir í úthverfi borgarinnar, Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog, aðfaranætur laugardags og sunnudags. Ekki verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun. Eingöngu verður gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Tvöfalt fargjald og engir posar Stakt fargjald í næturstrætó verður 1.100 krónur, en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt verður að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfinu en eftir sem áður munu handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Farþegar munu þurfa að reiða sig á Klappið þar sem ekki verður hægt að greiða fargjald með greiðslukorti. Þó verður hægt að greiða með reiðufé. Strætó Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samningnum sé borgin að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar. Ekki hafi náðst samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi Reykjavíkurborg lagt fram tillögu fyrir stjórn Strætó um þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og um að bjóða upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó hafi samþykkt þessa tillögu en allur kostnaður muni falla á Reykjavíkurborg. Fjórar leiðir eknar eftir óhefðbundinni áætlun Strætó verður ekið fjórar leiðir í úthverfi borgarinnar, Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog, aðfaranætur laugardags og sunnudags. Ekki verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun. Eingöngu verður gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Tvöfalt fargjald og engir posar Stakt fargjald í næturstrætó verður 1.100 krónur, en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt verður að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfinu en eftir sem áður munu handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Farþegar munu þurfa að reiða sig á Klappið þar sem ekki verður hægt að greiða fargjald með greiðslukorti. Þó verður hægt að greiða með reiðufé.
Strætó Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33