Hvernig má bjóða þér að ferðast? Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:01 Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Sundabraut Borgarlína Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun