Guðmundur hættur með landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 16:15 Guðmundur Guðmundsson hefur sagt skilið við íslenska landsliðið í þriðja sinn sem þjálfari. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti