„Þetta er búið að vera mjög gott í dag, það lætur ekkert undan í þessu þó verið sé að tala þetta niður. Þetta bara eykst,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis, þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði af honum tali í kvöldfréttum:
Hann segist hafa orðið var við að saltkjötið hafi verið talað niður, eins og hann orðar það. „Það er verið að tala um að þetta sé saltað og óhollt en þetta er samt alltaf sama traffíkin.“ Skatan sé þó enn vinsælli hjá Stefáni.
Biðröð hafi verið út úr dyrum í hádeginu í dag þegar hópar mættu til að gæða sér á saltkjöti og baunum.
Í innslagi Kristínar var einnig rætt við þrjár kynslóðir sem sátu þar saman þar á Múlakaffi og hámuðu í sig saltkjöt. Horfa má á heimsóknina í spilaranum hér að ofan.