Sjáðu hvernig Man. City missti frá sér sigurinn og draumainnkomu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 09:30 Josko Gvardiol jafnar metin fyrir Leipzig á móti Manchester City í gær. Getty/Lars Baron Þrjú mörk voru skoruð í leikjum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú má sjá þau hér á Vísi. Manchester City bættist í gærkvöldi í hóp þeirra ensku liða sem náðu ekki að vinna fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. City-menn stóðu sig reyndar best af ensku liðunum því þeir náðu jafntefli á útivelli en Liverpool, Chelsea og Tottenham töpuðu öll sínum leikjum. City komst í 1-0 á móti Leipzig en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að þýska liðið náði jöfnunarmarki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Riyad Mahrez hafði komið City yfir með laglegu skoti í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Leipzig jöfnuðu þegar króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol stökk hæst og skallaði inn fyrirgjöf frá Marcel Halstenberg. Það vilja þó einhverjir benda á það að hann hoppaði nú enn hærra þökk sé að hafa farið upp á herðar City-mannsins Rúben Dias. Markið var hins vegar dæmt gilt og það er því enn spennan fyrir seinni leikinn. Ítalska liðið Internazionale getur þakkað varamanninum Romelu Lukaku fyrir að vinna 1-0 sigur á Porto. Lukaku kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leiksins þegar hann fylgdi á eftir eigin skalla í stöng. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjunum tveimur í gær. Klippa: Mörkin úr Meistaradeildinni 22. febrúar 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira
Manchester City bættist í gærkvöldi í hóp þeirra ensku liða sem náðu ekki að vinna fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. City-menn stóðu sig reyndar best af ensku liðunum því þeir náðu jafntefli á útivelli en Liverpool, Chelsea og Tottenham töpuðu öll sínum leikjum. City komst í 1-0 á móti Leipzig en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að þýska liðið náði jöfnunarmarki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Riyad Mahrez hafði komið City yfir með laglegu skoti í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Leipzig jöfnuðu þegar króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol stökk hæst og skallaði inn fyrirgjöf frá Marcel Halstenberg. Það vilja þó einhverjir benda á það að hann hoppaði nú enn hærra þökk sé að hafa farið upp á herðar City-mannsins Rúben Dias. Markið var hins vegar dæmt gilt og það er því enn spennan fyrir seinni leikinn. Ítalska liðið Internazionale getur þakkað varamanninum Romelu Lukaku fyrir að vinna 1-0 sigur á Porto. Lukaku kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leiksins þegar hann fylgdi á eftir eigin skalla í stöng. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjunum tveimur í gær. Klippa: Mörkin úr Meistaradeildinni 22. febrúar 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira