Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:15 Þykkan svartan reyk lagði frá brunanum sem gnæfði yfir þegar yfirvöld brenndu eiturefnin. AP/Gene J. Puskar Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar síðastliðinn. Engan sakaði en ýmis konar eiturefni sluppu út í umhverfið við slysið. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnin og íbúum skipað að yfirgefa heimili sín. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna segir að hjólalega hafi verið orðin óeðlilega heit nokkrum kílómetrum áður en lestin fór loks út af sporinu. Þegar slysið varð var hiti legunnar um 253 gráðum yfir lofthita, að því er fram kemur hjá Washington Post. Stofnunin slær því þó ekki föstu að ofhitnun legunnar hafi verið meginorsök slyssins. Verkfræðingur um borð reyndi að stöðva lestina þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang, örskömmu fyrir slysið. Lestin er talin hafa verið á um 75 kílómetra hraða þegar hún fór út af sporinu eða um fimm kílómetra hraða undir hámarkshraða. Málið er enn í rannsókn. Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar síðastliðinn. Engan sakaði en ýmis konar eiturefni sluppu út í umhverfið við slysið. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnin og íbúum skipað að yfirgefa heimili sín. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna segir að hjólalega hafi verið orðin óeðlilega heit nokkrum kílómetrum áður en lestin fór loks út af sporinu. Þegar slysið varð var hiti legunnar um 253 gráðum yfir lofthita, að því er fram kemur hjá Washington Post. Stofnunin slær því þó ekki föstu að ofhitnun legunnar hafi verið meginorsök slyssins. Verkfræðingur um borð reyndi að stöðva lestina þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang, örskömmu fyrir slysið. Lestin er talin hafa verið á um 75 kílómetra hraða þegar hún fór út af sporinu eða um fimm kílómetra hraða undir hámarkshraða. Málið er enn í rannsókn.
Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31