Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 23. febrúar 2023 19:32 Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi: Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi:
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28