Bróður Hákonar blöskrar valið: „Valsmafían farin að stjórna öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Hákon Daði Styrmisson fagnar hér fyrir miðju sigri gegn Suður-Kóreu á HM í janúar, ásamt félögum sínum í landsliðinu. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar sem nú stýra landsliðinu tímabundið. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Andri Heimir Friðriksson gagnrýnir það að Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia skyldi vera valinn í landsliðið í gær á meðan að Ísland eigi hornamenn í mun sterkari deildum en Olís-deildinni. Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira