Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Félagsmenn Eflingar mótmæltu boðuðu verkbanni á fimmtudag síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira