Um endurskoðun samgöngusáttmálans Helgi Áss Grétarsson skrifar 25. febrúar 2023 15:31 Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun