Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2023 13:02 Um 120 manns búa að staðaðaldri í Hrísey en yfir sumartímann fjölgar fólki alltaf í eyjunni, sem eiga sumarhús þar. Aðsend Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey
Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira