„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 20:19 Sáttur. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. „Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
„Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30