Í viðtalinu fer Ragna yfir það hvernig fyrirtækið reynir ávallt að endurnýta efni í sína hönnun og eru því með ákveðin umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Eingöngu 8,5 prósent af öllu efni sem er flutt inn til landsins er aðeins notað oftar en einu sinni og segir hún að sú tölfræði sé allt of lág. Það sé lág tala þegar horft er til þess að verið sé að reyna að koma okkur yfir í hringrásarhagkerfi.
Það sé alltaf stefna FÓLK að endurnýta og hanna fatnað vörur úr endurnýtanlegu efni.
„Við þurfum að taka þessa umhverfisvænu hugsun og yfirfæra hana í framleiðslu,“ segir Ragna í samtali við Sindra.
„Hvernig getum við sem neytendur keypt vörur sem eru mun umhverfisvænni og nýta hráefnin mun betur. Þetta er okkar drifkraftur og við stofnuðum fyrirtækið til að keyra áfram þessa grænu umbreytingu.“
Hér að neðan má sjá Ísland í dag síðan á fimmtudagskvöldið en rætt er við Rögnu þegar 15 mínútur eru liðnar af þættinum.