Græni stígurinn Pawel Bartoszek skrifar 2. mars 2023 10:30 Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun