„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 17:45 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Stöð 2 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar. „Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira