Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2023 17:37 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Gunnar Svanberg Skulason Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu. Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira