Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð.
The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5
— Viasna (@viasna96) March 3, 2023
Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna.
Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu.
Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“.
Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu.
Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin.
Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan.
The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh
— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023