Hvar er best að búa á Íslandi? Sæunn Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 08:31 Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið. Rauði þráðurinn í daglegu lífi viðmælenda er einmitt að hægt sé að skapa sér það líf sem maður vill. Tilveran þarf ekki að vera einhvern veginn, við getum einfaldað líf okkar og notið þess betur. Margir viðmælendur eru alsælir í sínu lífi og sannfæra man alveg að í þeirra nýja heimalandi sé best að búa. En hvað með á Íslandi, hvar er best að búa þar? Fyrir tæpu ári síðan flutti ég ásamt litlu fjölskyldunni minni á Siglufjörð. Siglufjörður á sér merkilega sögu, enda þekktur síldarbær. En eftir tímabil sem einkenndist af fólksflutningum úr firðinum hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðastliðinn áratug, bæði í ferðaþjónustu og í líftækni og má segja að bærinn sé í blóma á ný. Margir Siglfirðingar eru að snúa heim á ný eftir langdvöl í öðrum heimsálfum. Ég og maðurinn minn erum bæði fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og nánast allir okkar vinir og fjölskylda búsett þar. Það var merkilegt að þegar við tilkynntum áform okkar um að flytja út á land voru allir með spurningar: Hvers vegna? Hvar ætlið þið að vinna? Hvað ætlið þið að gera þar? Það er merkilegt að enginn spurði spurninga nokkrum árum áður þegar við fluttum til útlanda, það er orðinn sjálfsagður hluti af lífsreynslu fólks á þrítugsaldri. Það virðist meira stökk að flytja út á land frá höfuðborgarsvæðinu en af landi brott. Hugmyndin var reyndar ekki ný af nálinni. Hún kom fyrst upp sumarið 2019, þá komum við til Íslands í stutta heimsókn frá London þar sem við vorum búsett og störfuðum bæði. Við höfðum séð fyrir okkur að flytja á endanum aftur heim til Íslands, hér vildum við kaupa húsnæði og eignast börn. Höfuðborgin var þó ekki að heilla okkur, en hvað með að vera á sama landi og ættingjarnir og vinir, en í rólegra umhverfi, í betri tengslum við náttúruna? Stærsti höfuðverkurinn þegar við fórum að hugsa um þetta var vinnan, við sáum ekki fyrir okkur að geta auðveldlega fengið vinnu úti á landi sem hæfði okkar menntun og reynslu. En svo kom Covid, og einn fylgifiskur faraldursins var aukinn möguleiki á fjarvinnu. Eitt leiddi af öðru og við rákumst á fullkomið hús á Siglufirði, stað sem við vissum lítið um en heilluðumst alveg að þegar við sóttum hann heim. Eftir tæpt ár hér get ég ekki sagt annað en að bærinn hafi uppfyllt væntingar okkar. Eftir að hafa verið búsett saman í London og í uppvexti okkar m.a. í Danmörku og Frakklandi vildum við vera búsett á stað þar sem við þyrftum ekki að keyra út um allt. Hér er hægt að ganga hvert sem er og við enda götunnar tekur sveitavegur við. Siglufjörður er eiginlega hið fullkomna fimmtán mínútna hverfi, það er ekki lengri gangur en það í skrifstofuhúsnæðið okkar, í búðina, bakaríið, sundlaugina eða leikskólann. Það er eðli málsins samkvæmt minna um að vera hér en í Reykjavík og man getur leiðst, en það er líka eitthvað svo notalegt við rólegheitin; það er takmarkað hversu mikið er hægt að þeytast um bæinn á einum degi. Margir aðrir kostir fylgja lífinu hér, húsnæðisverð er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og við gátum því keypt stærra húsnæði með gestaherbergi. Við söknum daglegra samskipta við fólkið okkar fyrir sunnan en líkt og þegar við bjuggum erlendis fáum við gæðastundir, nokkra daga í senn, á móti. Hér er líka betra ástand með leikskóla en í höfuðborginni, dóttir okkar byrjaði viku eftir eins árs afmælið í aðlögun. Áður en hún byrjaði vorum við búin að kynnast mörgum af starfsmönnum leikskólans og því voru þetta ekki ókunnugir sem tóku á móti dóttur okkar fyrsta leikskóladaginn hennar. Það eru að sjálfsögðu gallar við landsbyggðarlífið, þörf á betri vegum og göngum koma fyrst upp í hugann, aðgengi að þjónustu getur verið ábótavant, og veðurviðvaranir hafa sett strik í reikninginn í ferðaplönum okkar oftar en einu sinni. Engu að síður get ég ekki annað en mælt með því að borgarbúar prófi þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem mér líður eins og ég sé raunverulega hluti af samfélagi. Því er þessi grein að einhverju leyti áskorun til Lóu Pindar, viltu ekki líka kanna hvar er besta að búa á Íslandi? Höfundur er íbúi á Siglufirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sæunn Gísladóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið. Rauði þráðurinn í daglegu lífi viðmælenda er einmitt að hægt sé að skapa sér það líf sem maður vill. Tilveran þarf ekki að vera einhvern veginn, við getum einfaldað líf okkar og notið þess betur. Margir viðmælendur eru alsælir í sínu lífi og sannfæra man alveg að í þeirra nýja heimalandi sé best að búa. En hvað með á Íslandi, hvar er best að búa þar? Fyrir tæpu ári síðan flutti ég ásamt litlu fjölskyldunni minni á Siglufjörð. Siglufjörður á sér merkilega sögu, enda þekktur síldarbær. En eftir tímabil sem einkenndist af fólksflutningum úr firðinum hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðastliðinn áratug, bæði í ferðaþjónustu og í líftækni og má segja að bærinn sé í blóma á ný. Margir Siglfirðingar eru að snúa heim á ný eftir langdvöl í öðrum heimsálfum. Ég og maðurinn minn erum bæði fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og nánast allir okkar vinir og fjölskylda búsett þar. Það var merkilegt að þegar við tilkynntum áform okkar um að flytja út á land voru allir með spurningar: Hvers vegna? Hvar ætlið þið að vinna? Hvað ætlið þið að gera þar? Það er merkilegt að enginn spurði spurninga nokkrum árum áður þegar við fluttum til útlanda, það er orðinn sjálfsagður hluti af lífsreynslu fólks á þrítugsaldri. Það virðist meira stökk að flytja út á land frá höfuðborgarsvæðinu en af landi brott. Hugmyndin var reyndar ekki ný af nálinni. Hún kom fyrst upp sumarið 2019, þá komum við til Íslands í stutta heimsókn frá London þar sem við vorum búsett og störfuðum bæði. Við höfðum séð fyrir okkur að flytja á endanum aftur heim til Íslands, hér vildum við kaupa húsnæði og eignast börn. Höfuðborgin var þó ekki að heilla okkur, en hvað með að vera á sama landi og ættingjarnir og vinir, en í rólegra umhverfi, í betri tengslum við náttúruna? Stærsti höfuðverkurinn þegar við fórum að hugsa um þetta var vinnan, við sáum ekki fyrir okkur að geta auðveldlega fengið vinnu úti á landi sem hæfði okkar menntun og reynslu. En svo kom Covid, og einn fylgifiskur faraldursins var aukinn möguleiki á fjarvinnu. Eitt leiddi af öðru og við rákumst á fullkomið hús á Siglufirði, stað sem við vissum lítið um en heilluðumst alveg að þegar við sóttum hann heim. Eftir tæpt ár hér get ég ekki sagt annað en að bærinn hafi uppfyllt væntingar okkar. Eftir að hafa verið búsett saman í London og í uppvexti okkar m.a. í Danmörku og Frakklandi vildum við vera búsett á stað þar sem við þyrftum ekki að keyra út um allt. Hér er hægt að ganga hvert sem er og við enda götunnar tekur sveitavegur við. Siglufjörður er eiginlega hið fullkomna fimmtán mínútna hverfi, það er ekki lengri gangur en það í skrifstofuhúsnæðið okkar, í búðina, bakaríið, sundlaugina eða leikskólann. Það er eðli málsins samkvæmt minna um að vera hér en í Reykjavík og man getur leiðst, en það er líka eitthvað svo notalegt við rólegheitin; það er takmarkað hversu mikið er hægt að þeytast um bæinn á einum degi. Margir aðrir kostir fylgja lífinu hér, húsnæðisverð er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og við gátum því keypt stærra húsnæði með gestaherbergi. Við söknum daglegra samskipta við fólkið okkar fyrir sunnan en líkt og þegar við bjuggum erlendis fáum við gæðastundir, nokkra daga í senn, á móti. Hér er líka betra ástand með leikskóla en í höfuðborginni, dóttir okkar byrjaði viku eftir eins árs afmælið í aðlögun. Áður en hún byrjaði vorum við búin að kynnast mörgum af starfsmönnum leikskólans og því voru þetta ekki ókunnugir sem tóku á móti dóttur okkar fyrsta leikskóladaginn hennar. Það eru að sjálfsögðu gallar við landsbyggðarlífið, þörf á betri vegum og göngum koma fyrst upp í hugann, aðgengi að þjónustu getur verið ábótavant, og veðurviðvaranir hafa sett strik í reikninginn í ferðaplönum okkar oftar en einu sinni. Engu að síður get ég ekki annað en mælt með því að borgarbúar prófi þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem mér líður eins og ég sé raunverulega hluti af samfélagi. Því er þessi grein að einhverju leyti áskorun til Lóu Pindar, viltu ekki líka kanna hvar er besta að búa á Íslandi? Höfundur er íbúi á Siglufirði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun