Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 07:01 Birgir huldi höfuð sitt við aðalmeðferð málsins. Vísir Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. Birgir Halldórsson er tuttugu og sjö ára. Hann er einn af fjórum sakborningum í hinu svokallaða Stóra kókaínmáli, grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Við aðalmeðferð málsins fullyrti Birgir að hans aðkoma að málinu hafi verið óveruleg. Hann sagði sitt hlutverk aðeins hafa verið að bera upplýsingar á milli manna eftir að efnin voru komin til landsins. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt skipulagningu innflutningsins né hafa haft hugmynd um magn fíkniefnanna. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og sagði enga mikilvæga aðila ákærða vegna málsins. Rannsakendur ekki á sama máli Rannsakendur málsins sem báru vitni fyrir dómi voru ekki á því að Birgir væri aðeins „lítill hlekkur í langri keðju“, líkt og hann sjálfur vill meina. Lögreglumaður sagði að talið væri að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað.“ Gögn málsins sýna að Birgir sé sá sem kom skilaboðum og peningum til Jóhannesar Páls Durr, vinar síns, sem kom því áleiðis til Páls Jónssonar. Jóhannes og Páll eru einnig sakborningar í málinu. Birgir, við hlið Jóhannesar vinar síns við aðalmeðferð málsins í gær. Báðir segjast aðeins milliliðir í málinu auk þess sem þeir fullyrða að hafa ekki vitað um þátttöku hvors annars fyrirfram. Þá er einnig staðfest að Birgir var í samskiptum við óþekktan aðila sem kallar sig „Nonna“ sem ljóst er að er einn af höfuðpaurum í málinu en hefur aldrei fundist. Sjálfur hefur Birgir sagst hafa tekið við fyrirmælum frá Nonna og borið þau áfram. Á lokadegi aðalmeðferðar sagði síðasta vitni málsins, rannsóknarlögreglukona, að gögn málsins bentu til þess að Jóhannes hafi vissulega séð um að bera skilaboð á milli Birgis og Páls. Hins vegar benti ekkert til þess að Birgir hafi komið skilaboðum til annars. „Óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið" Auk þess að vera ákærður fyrir aðild sína að fíkniefnamálinu er Birgir, líkt og hinir sakborningarnir, ákærður fyrir peningaþvætti. Lögreglukonan kom meðal annars að fjármálagreiningu Birgis. Niðurstaða þeirrar greiningar sýndi fram á þrettán milljónir króna í óútskýrðar tekjur á tímabilinu 2020 til 2022. Hún sagði að þrátt fyrir að Birgir hafi verið með einhverjar tekjur hafi framfærsla hans verið langt undir viðmunarmörkum. Tekjur sambýliskonur hans voru einnig skoðaðar vandlega. Sambýliskonan var á bótum á þessu tímabili og lögreglukonan sagði að þrátt fyrir að framfærslutekjur hennar væru aðeins meiri en Birgis hefði einnig verið talsvert um óútskýrðar tekjur. „Þau búa þarna í risastóru einbýlishúsi, keyrðu um á dýrum bílum og mikill lúxus í kringum þau. Þetta var allt mjög óeðlilegt.“ Birgir átti sextíu prósent í umræddu einbýlishúsi sem hann bjó í ásamt sambýliskonu sinni. Faðir hans á hin fjörutíu prósentin og greiddi fasteignagjöld, hita og rafmagn og allt sem tengist eigninni þrátt fyrir að Birgir hafi búið í húsinu. „Það telst óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið. Verður að teljast óútskýrt og ótrúverðugt,“ sagði lögreglukonan. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Birgir Halldórsson er tuttugu og sjö ára. Hann er einn af fjórum sakborningum í hinu svokallaða Stóra kókaínmáli, grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Við aðalmeðferð málsins fullyrti Birgir að hans aðkoma að málinu hafi verið óveruleg. Hann sagði sitt hlutverk aðeins hafa verið að bera upplýsingar á milli manna eftir að efnin voru komin til landsins. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt skipulagningu innflutningsins né hafa haft hugmynd um magn fíkniefnanna. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og sagði enga mikilvæga aðila ákærða vegna málsins. Rannsakendur ekki á sama máli Rannsakendur málsins sem báru vitni fyrir dómi voru ekki á því að Birgir væri aðeins „lítill hlekkur í langri keðju“, líkt og hann sjálfur vill meina. Lögreglumaður sagði að talið væri að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað.“ Gögn málsins sýna að Birgir sé sá sem kom skilaboðum og peningum til Jóhannesar Páls Durr, vinar síns, sem kom því áleiðis til Páls Jónssonar. Jóhannes og Páll eru einnig sakborningar í málinu. Birgir, við hlið Jóhannesar vinar síns við aðalmeðferð málsins í gær. Báðir segjast aðeins milliliðir í málinu auk þess sem þeir fullyrða að hafa ekki vitað um þátttöku hvors annars fyrirfram. Þá er einnig staðfest að Birgir var í samskiptum við óþekktan aðila sem kallar sig „Nonna“ sem ljóst er að er einn af höfuðpaurum í málinu en hefur aldrei fundist. Sjálfur hefur Birgir sagst hafa tekið við fyrirmælum frá Nonna og borið þau áfram. Á lokadegi aðalmeðferðar sagði síðasta vitni málsins, rannsóknarlögreglukona, að gögn málsins bentu til þess að Jóhannes hafi vissulega séð um að bera skilaboð á milli Birgis og Páls. Hins vegar benti ekkert til þess að Birgir hafi komið skilaboðum til annars. „Óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið" Auk þess að vera ákærður fyrir aðild sína að fíkniefnamálinu er Birgir, líkt og hinir sakborningarnir, ákærður fyrir peningaþvætti. Lögreglukonan kom meðal annars að fjármálagreiningu Birgis. Niðurstaða þeirrar greiningar sýndi fram á þrettán milljónir króna í óútskýrðar tekjur á tímabilinu 2020 til 2022. Hún sagði að þrátt fyrir að Birgir hafi verið með einhverjar tekjur hafi framfærsla hans verið langt undir viðmunarmörkum. Tekjur sambýliskonur hans voru einnig skoðaðar vandlega. Sambýliskonan var á bótum á þessu tímabili og lögreglukonan sagði að þrátt fyrir að framfærslutekjur hennar væru aðeins meiri en Birgis hefði einnig verið talsvert um óútskýrðar tekjur. „Þau búa þarna í risastóru einbýlishúsi, keyrðu um á dýrum bílum og mikill lúxus í kringum þau. Þetta var allt mjög óeðlilegt.“ Birgir átti sextíu prósent í umræddu einbýlishúsi sem hann bjó í ásamt sambýliskonu sinni. Faðir hans á hin fjörutíu prósentin og greiddi fasteignagjöld, hita og rafmagn og allt sem tengist eigninni þrátt fyrir að Birgir hafi búið í húsinu. „Það telst óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið. Verður að teljast óútskýrt og ótrúverðugt,“ sagði lögreglukonan.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00