Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 20:01 Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar