Ungt fólk í húsnæðisvanda Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. mars 2023 09:30 Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun