Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 10:45 Atvikið átti sér stað á ónefndum veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík í janúar 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira