Fá bara eina æfingu fyrir leik en búa að góðu skipulagi og beittu vopnabúri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Gunnar Magnússon stýrir íslenska karlalandsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess í undankeppni EM 2024. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir engan tíma til að innleiða einhverjar nýjungar fyrir leikinn gegn Tékklandi enda aðeins ein æfing í boði. Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða