Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:01 Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar