„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Benedikt Guðmundsson hlustar á einn af reynsluboltum sínum í leikhléi hjá Njarðvíkurliðinu. Vísir/Diego Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Sjá meira