Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. mars 2023 13:12 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? Birgir Halldórsson, tuttugu og sjö ára, er einn af fjórum sakborningum í Stóra kókaínmálinu. Hann er grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Rannsakendur höfðu borið vitni um að þau teldu aðkomu Birgis að málinu talsverða og að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu sagði í sínum málflutningi að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur á huldumanninum „Nonna“. „Ekki einusinni burðardýr“ Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis sagði umbjóðanda sinn hvorki skipuleggjanda innflutningsins, né hefði hann haft nokkurt ákvörðunarvald eða fjármagnað kaupin á efnunum. „Hann er ekki einusinni burðardýr“, sagði hann, og vísaði þar til þess að Birgir hafi ekki komið að vörslu efnanna á neinum tímapunkti. Ólafur segir blasa við að Nonni sé sá sem hafi haft yfirsýn yfir málið og skipuleggi það að einhverju leiti, „þó fullyrða megi að hann sé ekki endilega á enda keðjunnar, eigandi efnanna,“ sagði Ólafur. Það er óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi. Sagði Pál fara með rangt mál Þá sagði Ólafur að framburður Páls Jónssonar, sjötugs timbursala, væri rangur. Páll hafði bæði í skýrslutökum og hjá lögreglu greint frá því að það hafi verið Birgir sem fékk hann til verksins; að panta inn gáminn með viðardrumbunum sem efnin voru falin í. Ólafur gaf í skyn að Páll vissi jafnvel hver Nonni væri og væri að verja hann með því að gera meira úr hlut Birgis og Jóhannesar. Viðkvæmar myndir af sambýliskonu hans í símanum Hvað varðar upptökukröfu mótmælti Ólafur fyrir hönd Birgis upptöku a iphone farsíma, apple fartölvu og vigt sem fannst í bíl hans við handtöku. Hann sagði tölvuna og símann sérstaklega mikilvæga. Í símanum væru myndir af fyrsta æviskeiði barnsins hans auk mynda sem ættu ekki heima fyrir sjónum nokkurs annars manns. „Það er niðurlægjandi að vita að myndir sambýliskonu hans séu í höndum annarra,“ sagði Ólafur. Saksóknari svaraði þessu í síðari málflutningi sínum og sagði að það væri „minnsta mál“ að fá tækin til baka, en Birgir hefði ekki viljað láta lögreglu fá lykilorð til að komast inn í símann og því hefði ekki verið hægt að rannsaka hann ennþá. Rannsakendur telja Birg ofarlega í keðjunni í hópnum sem sá um að koma efnunum til landsins. Jóhannes var milliliður á milli Birgis og Páls.Vísir/Sara Varðandi refsingu sagði Ólafur að það yrði að hafa í huga hver væri raunverulegur skipuleggjandi innflutningsins og eigandi efnanna. Það væri ekki bara hægt að taka þá sem nást og færa þá upp keðjuna, „taka þann sem þú telur hafa brotið mest af sér og veita þeim þyngstu refsingu." Líkt og verjendur hinna sakborninganna, gagnrýndi Ólafur haldlagningu hollensku lögreglunnar á fíkniefnunum og þá staðreynd að aðeins hafi verið tekin sýnu úr tíu prósent efnanna. Daði var ekki í sambandi við hina þrjá ákærðu í málinu og er talið að hann hafi tekið við fyrirmælum af „Nonna“Vísir/Sara Aðalmeðferð málsins lauk í gær og má búast við dómsuppkvaðningu eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Birgir Halldórsson, tuttugu og sjö ára, er einn af fjórum sakborningum í Stóra kókaínmálinu. Hann er grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Rannsakendur höfðu borið vitni um að þau teldu aðkomu Birgis að málinu talsverða og að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu sagði í sínum málflutningi að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur á huldumanninum „Nonna“. „Ekki einusinni burðardýr“ Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis sagði umbjóðanda sinn hvorki skipuleggjanda innflutningsins, né hefði hann haft nokkurt ákvörðunarvald eða fjármagnað kaupin á efnunum. „Hann er ekki einusinni burðardýr“, sagði hann, og vísaði þar til þess að Birgir hafi ekki komið að vörslu efnanna á neinum tímapunkti. Ólafur segir blasa við að Nonni sé sá sem hafi haft yfirsýn yfir málið og skipuleggi það að einhverju leiti, „þó fullyrða megi að hann sé ekki endilega á enda keðjunnar, eigandi efnanna,“ sagði Ólafur. Það er óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi. Sagði Pál fara með rangt mál Þá sagði Ólafur að framburður Páls Jónssonar, sjötugs timbursala, væri rangur. Páll hafði bæði í skýrslutökum og hjá lögreglu greint frá því að það hafi verið Birgir sem fékk hann til verksins; að panta inn gáminn með viðardrumbunum sem efnin voru falin í. Ólafur gaf í skyn að Páll vissi jafnvel hver Nonni væri og væri að verja hann með því að gera meira úr hlut Birgis og Jóhannesar. Viðkvæmar myndir af sambýliskonu hans í símanum Hvað varðar upptökukröfu mótmælti Ólafur fyrir hönd Birgis upptöku a iphone farsíma, apple fartölvu og vigt sem fannst í bíl hans við handtöku. Hann sagði tölvuna og símann sérstaklega mikilvæga. Í símanum væru myndir af fyrsta æviskeiði barnsins hans auk mynda sem ættu ekki heima fyrir sjónum nokkurs annars manns. „Það er niðurlægjandi að vita að myndir sambýliskonu hans séu í höndum annarra,“ sagði Ólafur. Saksóknari svaraði þessu í síðari málflutningi sínum og sagði að það væri „minnsta mál“ að fá tækin til baka, en Birgir hefði ekki viljað láta lögreglu fá lykilorð til að komast inn í símann og því hefði ekki verið hægt að rannsaka hann ennþá. Rannsakendur telja Birg ofarlega í keðjunni í hópnum sem sá um að koma efnunum til landsins. Jóhannes var milliliður á milli Birgis og Páls.Vísir/Sara Varðandi refsingu sagði Ólafur að það yrði að hafa í huga hver væri raunverulegur skipuleggjandi innflutningsins og eigandi efnanna. Það væri ekki bara hægt að taka þá sem nást og færa þá upp keðjuna, „taka þann sem þú telur hafa brotið mest af sér og veita þeim þyngstu refsingu." Líkt og verjendur hinna sakborninganna, gagnrýndi Ólafur haldlagningu hollensku lögreglunnar á fíkniefnunum og þá staðreynd að aðeins hafi verið tekin sýnu úr tíu prósent efnanna. Daði var ekki í sambandi við hina þrjá ákærðu í málinu og er talið að hann hafi tekið við fyrirmælum af „Nonna“Vísir/Sara Aðalmeðferð málsins lauk í gær og má búast við dómsuppkvaðningu eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25