Logið um trans fólk Daníel E. Arnarsson skrifar 9. mars 2023 11:00 Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land. Réttindabarátta og viðurkenning minnihlutahópa er ekki línulegt ferli og því miður sjáum við nú skýr merki þess sem gjarnan hefur verið nefnt bakslag í baráttunni. Þótt andúðin beinist að öllu hinsegin fólki, þá standa spjótin helst á trans fólki hér á Íslandi líkt og víða um hinn vestræna heim nú um stundir. Við hjá Samtökunum ’78 erum gjarnan spurð að því hvað veldur þessari óhugnanlegu afturför, en ljóst er að skýringin er margþætt. Árið 2019 voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt hér á landi, en með þeim fékk trans og intersex fólk löngu tímabæra réttarbót. Það er alþekkt í mannréttindabaráttu að þegar við stígum tvö skref fram þá getur það gerst að samfélagið stígi jafnharðan skref til baka. Þó svo að lögin standi og að trans og intersex fólk búi við kynrænt sjálfræði og líkamlega friðhelgi, þá hefur frumvarpið sannarlega truflað ákveðna hópa samfélagsins. Einnig má ætla að félagsleg einangrun vegna COVID-19 spili ákveðið hlutverk í þessu sambandi. Sumt fólk leitaði meira í samfélagsmiðla og misvandaða netmiðla sem fréttaefni, með þeim afleiðingum að misvísandi og oft rangar upplýsingar náðu fótfestu í umræðunni. Í samfélagi nútímans getur hver sem er stofnað fjölmiðil og tjáð skoðanir sínar, eða bókstaflega falsað fréttir sem eiga annað hvort við engin rök að styðjast eða rök sem vart halda vatni. Það vill svo til að fréttir um trans fólk í æsifréttastíl eru mikið lesnar, sem ýtir enn frekar undir vandann. Jafnvel meðal hinna viðurkenndu fjölmiðla höfum við tekið eftir því að fólk sem hefur nær enga þekkingu á hinsegintengdum málum mundar pennann og fær birtar greinar sem vekja athygli. Hinn almenni lesandi treystir þessum fjölmiðlum og það leiðir af sér að fólk telur sig vera að lesa sannleika. Trans fólk og réttarbætur þeim til handa verður skyndilega eitthvað sem virkilega þarf að hafa áhyggjur af. Þessar greinar eru settar fram undir því yfirskyni að þær séu að „spyrja spurninga“ eða „taka umræðuna“, en þegar lesið er á milli línanna geta þær ekki talist neitt annað en hatursáróður gagnvart ákveðnum hópi samfélagsins. Þetta er eitthvað sem samfélagið myndi jafnan ekki láta yfir sig ganga ef um aðra minnihlutahópa en hinsegin fólk væri að ræða. Trans fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart upplýsingaóreiðu og lygum, því almenningur hefur oft afar takmarkaða innsýn í veruleika þeirra. Það hefur færst í aukana að andstæðingar trans fólks noti þá taktík að handvelja fullyrðingar eða staðhæfingar úr viðurkenndum rannsóknum. Þannig vantar nauðsynlegt samhengi í þá sögu sem sögð er og upplýsingar vísvitandi afskræmdar. Slík vinnubrögð eru algeng í umræðunni um hormónameðferðir hjá trans börnum og unglingum, þar sem látið er í veðri vaka að öll börn sem vilja komast í hormónameðferð fái hana samstundis. Staðreyndin er sú að ekkert barn eða ungmenni undir 18 ára aldri fær hormóna eða hormónabælandi lyf (blokkera) á Íslandi nema að hafa farið í gegnum greiningar- og transteymi BUGL. Í því ferli eru bæði barnið og foreldar upplýst um allt sem meðferðin hefur í för með sér, m.a. allar þær aukaverkanir sem slík meðferð getur haft. Rannsókn eftir rannsókn hefur sýnt fram á að þrátt fyrir að slíkar meðferðir geti haft aukaverkanir eins og flest önnur læknismeðferð þá blikna þær í samanburði við afleiðingar aðgerðarleysis. Ávinningurinn af því að trans börn fái þjónustu er miklu meiri heldur en aukaverkanirnar nokkurn tímann. Þessar meðferðir eru veittar til að bjarga lífi fólks. Önnur mýta er sú að fólk sé markvisst sannfært um að það sé trans og ýtt í aðgerðir og hormónameðferðir án þess að viðeigandi viðtals- og sálfræðimeðferð hafi farið fram. Þetta er argasta þvæla. Trans fólk þarf þvert á móti að berjast fyrir því að fá að fara í aðgerðir. Einnig er því gjarnan kastað fram að stór hluti trans fólks sjái eftir aðgerðum sínum, en samkvæmt nýrri rannsókn [1] er um 0,3% sem finna til eftirsjár. Í öðrum aðgerðum, t.d. hnéliðaaðgerðum og augasteinsaðgerðum, er hlutfall þeirra sem finna til eftirsjár allt að 10% - eða þrjátíu sinnum hærra. Afleiðingar þess að þjónusta ekki trans fólk geta verið skelfilegar fyrir andlega líðan þeirra. Að vera trans er ekki geðrænn vandi út af fyrir sig, þótt flest trans fólk upplifi einhvern kynama, en hann er misalvarlegur. Hins vegar getur það valdið mjög alvarlegum kynama ef fólk fær ekki þá viðurkenningu og/eða þjónustu sem það þarf. Hann birtist t.d. í miklum kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Því miður hefur ekki tekist að bjarga öllum. Hin raunverulega ógn er að trans fólk fái ekki heilbrigðisþjónustu eða sæki sér ekki aðstoð vegna fordóma samfélagsins. Það er miklu alvarlegra mál heldur en allt annað í þessari umræðu allri. Andúð á hinsegin fólki hefur litað hana og afvegaleitt. Ef við viljum taka umræðuna um trans fólk, byrjum þá þar: „Af hverju fá þau ekki lífsnauðsynlega þjónustu?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 – félags hinsegin fólks á Íslandi. Heimildir: [1] “Regret after Gender Affirming Surgery – A Multidisciplinary Approach to a Multifaceted Patient Experience” Jedrzejewski, Breanna Y. MPH, MD1; Marsiglio, Mary C. PhD2; Guerriero, Jess MSW2; Penkin, Amy LCSW2; OHSU Transgender Health Program “Regret and Request for Reversal” workgroup; Berli, Jens U. MD1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Daníel E. Arnarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land. Réttindabarátta og viðurkenning minnihlutahópa er ekki línulegt ferli og því miður sjáum við nú skýr merki þess sem gjarnan hefur verið nefnt bakslag í baráttunni. Þótt andúðin beinist að öllu hinsegin fólki, þá standa spjótin helst á trans fólki hér á Íslandi líkt og víða um hinn vestræna heim nú um stundir. Við hjá Samtökunum ’78 erum gjarnan spurð að því hvað veldur þessari óhugnanlegu afturför, en ljóst er að skýringin er margþætt. Árið 2019 voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt hér á landi, en með þeim fékk trans og intersex fólk löngu tímabæra réttarbót. Það er alþekkt í mannréttindabaráttu að þegar við stígum tvö skref fram þá getur það gerst að samfélagið stígi jafnharðan skref til baka. Þó svo að lögin standi og að trans og intersex fólk búi við kynrænt sjálfræði og líkamlega friðhelgi, þá hefur frumvarpið sannarlega truflað ákveðna hópa samfélagsins. Einnig má ætla að félagsleg einangrun vegna COVID-19 spili ákveðið hlutverk í þessu sambandi. Sumt fólk leitaði meira í samfélagsmiðla og misvandaða netmiðla sem fréttaefni, með þeim afleiðingum að misvísandi og oft rangar upplýsingar náðu fótfestu í umræðunni. Í samfélagi nútímans getur hver sem er stofnað fjölmiðil og tjáð skoðanir sínar, eða bókstaflega falsað fréttir sem eiga annað hvort við engin rök að styðjast eða rök sem vart halda vatni. Það vill svo til að fréttir um trans fólk í æsifréttastíl eru mikið lesnar, sem ýtir enn frekar undir vandann. Jafnvel meðal hinna viðurkenndu fjölmiðla höfum við tekið eftir því að fólk sem hefur nær enga þekkingu á hinsegintengdum málum mundar pennann og fær birtar greinar sem vekja athygli. Hinn almenni lesandi treystir þessum fjölmiðlum og það leiðir af sér að fólk telur sig vera að lesa sannleika. Trans fólk og réttarbætur þeim til handa verður skyndilega eitthvað sem virkilega þarf að hafa áhyggjur af. Þessar greinar eru settar fram undir því yfirskyni að þær séu að „spyrja spurninga“ eða „taka umræðuna“, en þegar lesið er á milli línanna geta þær ekki talist neitt annað en hatursáróður gagnvart ákveðnum hópi samfélagsins. Þetta er eitthvað sem samfélagið myndi jafnan ekki láta yfir sig ganga ef um aðra minnihlutahópa en hinsegin fólk væri að ræða. Trans fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart upplýsingaóreiðu og lygum, því almenningur hefur oft afar takmarkaða innsýn í veruleika þeirra. Það hefur færst í aukana að andstæðingar trans fólks noti þá taktík að handvelja fullyrðingar eða staðhæfingar úr viðurkenndum rannsóknum. Þannig vantar nauðsynlegt samhengi í þá sögu sem sögð er og upplýsingar vísvitandi afskræmdar. Slík vinnubrögð eru algeng í umræðunni um hormónameðferðir hjá trans börnum og unglingum, þar sem látið er í veðri vaka að öll börn sem vilja komast í hormónameðferð fái hana samstundis. Staðreyndin er sú að ekkert barn eða ungmenni undir 18 ára aldri fær hormóna eða hormónabælandi lyf (blokkera) á Íslandi nema að hafa farið í gegnum greiningar- og transteymi BUGL. Í því ferli eru bæði barnið og foreldar upplýst um allt sem meðferðin hefur í för með sér, m.a. allar þær aukaverkanir sem slík meðferð getur haft. Rannsókn eftir rannsókn hefur sýnt fram á að þrátt fyrir að slíkar meðferðir geti haft aukaverkanir eins og flest önnur læknismeðferð þá blikna þær í samanburði við afleiðingar aðgerðarleysis. Ávinningurinn af því að trans börn fái þjónustu er miklu meiri heldur en aukaverkanirnar nokkurn tímann. Þessar meðferðir eru veittar til að bjarga lífi fólks. Önnur mýta er sú að fólk sé markvisst sannfært um að það sé trans og ýtt í aðgerðir og hormónameðferðir án þess að viðeigandi viðtals- og sálfræðimeðferð hafi farið fram. Þetta er argasta þvæla. Trans fólk þarf þvert á móti að berjast fyrir því að fá að fara í aðgerðir. Einnig er því gjarnan kastað fram að stór hluti trans fólks sjái eftir aðgerðum sínum, en samkvæmt nýrri rannsókn [1] er um 0,3% sem finna til eftirsjár. Í öðrum aðgerðum, t.d. hnéliðaaðgerðum og augasteinsaðgerðum, er hlutfall þeirra sem finna til eftirsjár allt að 10% - eða þrjátíu sinnum hærra. Afleiðingar þess að þjónusta ekki trans fólk geta verið skelfilegar fyrir andlega líðan þeirra. Að vera trans er ekki geðrænn vandi út af fyrir sig, þótt flest trans fólk upplifi einhvern kynama, en hann er misalvarlegur. Hins vegar getur það valdið mjög alvarlegum kynama ef fólk fær ekki þá viðurkenningu og/eða þjónustu sem það þarf. Hann birtist t.d. í miklum kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Því miður hefur ekki tekist að bjarga öllum. Hin raunverulega ógn er að trans fólk fái ekki heilbrigðisþjónustu eða sæki sér ekki aðstoð vegna fordóma samfélagsins. Það er miklu alvarlegra mál heldur en allt annað í þessari umræðu allri. Andúð á hinsegin fólki hefur litað hana og afvegaleitt. Ef við viljum taka umræðuna um trans fólk, byrjum þá þar: „Af hverju fá þau ekki lífsnauðsynlega þjónustu?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 – félags hinsegin fólks á Íslandi. Heimildir: [1] “Regret after Gender Affirming Surgery – A Multidisciplinary Approach to a Multifaceted Patient Experience” Jedrzejewski, Breanna Y. MPH, MD1; Marsiglio, Mary C. PhD2; Guerriero, Jess MSW2; Penkin, Amy LCSW2; OHSU Transgender Health Program “Regret and Request for Reversal” workgroup; Berli, Jens U. MD1
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun