Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 13:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“ Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“
Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46
Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25