Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að fyrr í vikunni hafi upplýsingar um ferðir Gunnars enn verið óljósar og þá hafi verið leitað í fjörum Eskifjarðar og í bænum. Því verður haldið áfram.
Leitað verður í fjörum og hlíðum Eskifjarðar, auk þess sem leitað verður í bænum. Íbúar eru beðnir um að láta sér ekki bregða sjáist björgunarsveitarfólk nærri heimilum þeirra á næstu dögum.
Þá eru Íbúar beðnir um að kanna sitt nærumhverfi, einkum skúra, geymslur og önnur mannlaus rými.