Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Arnar Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun